Innlent

Bílslys í Álftafirði: Líðan mannsins óbreytt og eftir atvikum

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Líðan mannsins sem slasaðist alvarlega í bílslysi í Álftafirði á Vestfjörðum í gær, er óbreytt og samkvæmt atvikum, að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu.

Ferðafélagi mannsins, erlend kona um tvítugt lést í gærkvöld af sárum, sem hún hlaut í slysinu.

Alls voru fjórir í bílnum sem hafnaði utan vegar og valt ofan í fjöru. Konan og maðurinn voru flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og lögð inn á Slysadeild Landspítalans, þar sem konan lést skömmu síðar. Beita þurfti klippum til að ná fólkinu út úr bílflakinu.

Ekki er vitað um tildrög slyssins en lögreglan á Ísafirði og rannsóknarnefnd umferðarslysa rannsaka málið.




Tengdar fréttir

Bíll fór út af veginum í Álftafirði á Vestfjörðum

Fjórir einstaklingar voru um borð í bíl sem fór út af veginum í austanverðum Álftafirði á Vestfjörðum nú um klukkan hálf sex. Ekki liggur fyrir hve margir eru slasaðir eða hve mikið. Að minnsta kosti einn farþegi var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×