Lífið

Nýr Guttormur verður til

guttormur endurbyggður Daníel Hjálmar og Baldur unnu hörðum höndum við endurbyggingu Guttorms í gær, ásamt fjórum öðrum unglingum, undir leiðsögn Friðjóns Ólafssonar. fréttablaðið/gva
guttormur endurbyggður Daníel Hjálmar og Baldur unnu hörðum höndum við endurbyggingu Guttorms í gær, ásamt fjórum öðrum unglingum, undir leiðsögn Friðjóns Ólafssonar. fréttablaðið/gva
Verið er að endurgera útilistaverkið Guttorm í Húsdýragarðinum í Laugardal. Kveikt var í listaverkinu fyrr í mánuðinum og brann það til grunna.

Sex unglingar vinna nú undir handleiðslu Friðjóns Ólafssonar við að endurgera verkið, og að sögn Friðjóns munu þeir líklega ljúka við verkið á morgun. Íbúasamtök Laugardals standa fyrir endurbyggingunni og fengu til þess hjálp nokkurra styrktar­aðila.

Guttormur var fyrsta sam­félags­listaverk borgarinnar og var unnið af íbúum í Laugardalshverfi. Stærstan þátt áttu 23 nemendur úr Voga-, Langholts- og Laugalækjar­skóla undir handleiðslu Ólafar Nordal og Aðalheiðar Eysteinsdóttur. Upprunalega verkið var vígt í byrjun júní í sumar.- þeb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.