Innlent

Lögreglan leitar að Sævari

Sævar Már Reynisson
Sævar Már Reynisson
Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn leituðu í alla nótt á Nesjavallasvæðinu að Sævari Má Reynissyni, sem saknað hefur verið síðan í gær, en bíll hans fannst mannlaus við Nesjavallaveginn.

Sævar er 187 sentimetrar á hæð, 26 ára gamall, með dökkt stuttklippt hár, klæddur í ljósar gallabuxur, ljósan bol, og í dökkbláum jakka og svörtun Nike skóm. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt i leitinni í gærkvöldi, en allt án árangurs. Á sjötta tímanum í morgun var gert hlé á leitinni, en tekin verður ákvörðun um framhaldið með morgninum.

Lögregla biður þá sem eitthvað kynnu að vita um ferðir Sævars Más, að láta sig vita. Síminn hjá lögreglu er 4441000




Fleiri fréttir

Sjá meira


×