Innlent

Gríðarleg tækifæri í olíuleit á Drekasvæðinu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Gríðarleg tækifæri bíða Íslendinga vegna olíuleitar við Austur-Grænland, þar sem einhverjar mestu olíulindir jarðar eru taldar leynast. Íslenskt skip verður eitt þriggja skipa í leitarleiðangri, sem hefst í þessari viku, en þau munu nota Ísland sem þjónustumiðstöð.

Í Skipasmíðastöð Njarðvíkur var í dag verið að undirbúa gamalt fiskiskip úr Vestmannaeyjum fyrir olíuleit við Austur-Grænland. Valberg VE, mun næstu þrjá mánuði hafa það hlutverk að vera hjálparskip fyrir norskt rannsóknarskip við hljóðbylgjumælingar.

Íslenska skipið hefur raunar undanfarin 19 ár þjónustað olíuleit í Norðursjó. Leitarsvæðin við Grænland verða aðallega út af Scoresbysundi en einnig út af Angmagsalik og suðvestur af Hvarfi, syðsta odda Grænlands.

Við austurströnd Grænlands eru fábrotnar aðstæður til að þjónusta olíuleitina.

Bandarískt fyrirtæki áætlar að úti fyrir Austur-Grænlandi leynist einhverjar mestu olíulindir jarðar, og tvöfalt meiri en þær sem fundist hafa í Noregshafi og taldar eru vera á Jan Mayen-hryggnum, þar sem Drekasvæðið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×