Fótbolti

Sænski boltinn: Ragnar og Hannes skoruðu

Ragnar og Hjálmar léku báðir með Göteborg í kvöld.
Ragnar og Hjálmar léku báðir með Göteborg í kvöld. Mynd/Tommy Holl

Íslendingar voru á skotskónum í Svíþjóð í kvöld í bæði sænsku úrvalsdeildinni sem og sænsku 1. deildinni.

Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson er farinn að skora reglulega fyrir IFK Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni en hann skoraði eitt marka liðsins í kvöld í 3-0 sigri á Örgryte.

Ragnar lék allan leikinn rétt eins og Hjálmar Jónsson.

Hannes Sigurðsson skoraði annað marka Sundsvall í 2-2 jafnteflisleik gegn Norrköping í sænsku 1. deildinni.

Ari Freyr Skúlason lék einnig með Sundsvall í leiknum og Gunnar Þór Gunnarsson lék með Norrköping.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×