Lífið

Fimm þúsund stálu Fangavakt

Snæbjörn átti góðan fund með lögreglunni og hefur fulla trú á því að hún taki á málinu.
Snæbjörn átti góðan fund með lögreglunni og hefur fulla trú á því að hún taki á málinu.

Hátt í fimm þúsund netverjar hafa stolið fyrsta þættinum af Fangavaktinni á skráarskiptasíðum. Þetta segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS. Hann óttast að ef ekkert verði að gert muni þessi tala hækka töluvert. Snæbjörn átti fund með lögreglunni á miðvikudaginn og lagði þar fram gögn sem var safnað þegar þátturinn var frumsýndur á sunnudagskvöldinu. Meðal þess sem Snæbjörn hefur undir höndum eru tölvupóstar frá samviskusömum borgurum sem hafa bent á þennan stuld og blöskrað þetta athæfi. „Þeim leist mjög vel á þau gögn og ég er mjög ánægður með viðbrögð lögreglunnar og þennan fund," segir Snæbjörn. Hann kveðst þó ekki vita hvenær lögreglan taki málið upp en vonast til að það gerist fyrr en seinna.

Framkvæmdastjórinn kveðst hafa fullan skilning á því að það sé í nægu að snúast hjá lögreglunni um þessar mundir en segir jafnframt að svona mál sé ekki jafn þungt í vöfum og áður. „Menn hafa núna fordæmin og aðferðirnar og ég hef engar áhyggjur af því að lögreglan hafi ekki mannafla til þess að rannsaka þetta."

Snæbjörn hefur fulla trú á því að lögreglan fari í málið af fullum krafti. „Mér finnst eins og þeir geri sér grein fyrir því að þarna eru mikil verðmæti sem fara manna á milli."

- fgg










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.