Erlent

Sagði Obama glórulausan og hæddist að vexti Hillary

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sitt sýndist hverjum um embættisfærslu Bush og nú er komið í ljós í nýrri bók ræðuskrifara hans að forsetinn hafði ekki síður skoðanir sjálfur.
Sitt sýndist hverjum um embættisfærslu Bush og nú er komið í ljós í nýrri bók ræðuskrifara hans að forsetinn hafði ekki síður skoðanir sjálfur.

George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, lét þau orð falla við ræðuskrifara sinn að Barack Obama, eftirmaður hans, væri glórulaus og hefði enga getu til að gegna forsetaembættinu. Þetta kemur fram í bók ræðuritarans, Matt Latimer, sem kemur út innan skamms og hefur verið beðið með eftirvæntingu af samstarfsfólki Bush en tímaritið GQ hefur birt kafla úr henni. Eins skopast Bush bæði að Söru Palin, varaforsetaframbjóðandaefni Repúblikana, og Hillary Clinton, sem hann bjóst við að yrði valin frambjóðandi Demókrataflokksins. Gerir Bush athugasemd við vaxtarlag Clinton sem blaðamaður veigrar sér við að hafa eftir.

Þeir sem vilja kynna sér köguryrði Bush til hlítar geta lesið frétt Telegraph hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×