Stjarna í áströlskum fótbolta 2. nóvember 2009 04:00 Páll Tómas hefur afrekað að leika með þremur mismunandi landsliðum í áströlskum fótbolta. Páll Tómas Finnsson er ein helsta stjarnan í Evrópu þegar kemur að áströlskum fótbolta. Hann hefur stundað íþróttina í tæp fimmtán ár, fyrst í Danmörku við góðan orðstír og nú í Frakklandi. Páll hefur náð því afreki að leika með þremur landsliðum í íþróttinni, því danska, franska og síðast því íslenska. Páll er nú búsettur í París, er fyrirliði liðsins í borginni og varð nýverið Frakklandsmeistari. Hart er sótt að honum að sækjast eftir kjöri forseta Evrópusambands ástralsks fótbolta á stofnfundi þess sem haldinn verður í Frankfurt í janúar á næsta ári. Páll er hógvær þegar þetta er hermt upp á hann, að hann sé ein helsta stjarnan í þessari harðskeyttu íþróttagrein. „Ég spilaði í Skandinvavíu lengi og hef því kynnst mjög mörgum enda er þetta tiltölulega ung íþrótt í Evrópu. Maður er því farinn að kannast við ansi marga í kringum þetta,“ segir Páll. Bróðir Páls, Jón Hrói Finnsson, kynnti hann fyrst fyrir íþróttinni í Danmörku og hann kolféll strax fyrir henni. „Hún hefur leikið ansi stórt hlutverk í veigamiklum ákvörðunum sem ég hef tekið. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég flutti frá Danmörku til Parísar var til að mynda að athuga hvort borgin væri ekki örugglega með lið í áströlskum fótbolta,“ útskýrir Páll. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi er í kringum tuttugu manna hópur sem æfir íþróttina hér á landi og Páll segist vera ákaflega sáttur við það sem hann hafi séð til drengjanna. „Ég held að þessi íþrótt geti alveg slegið í gegn hér. Þeir sem hafa æft handbolta hafa náð mjög fljótt góðum tökum á henni og er hún ekki þjóðaríþróttin okkar?“- fgg Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Páll Tómas Finnsson er ein helsta stjarnan í Evrópu þegar kemur að áströlskum fótbolta. Hann hefur stundað íþróttina í tæp fimmtán ár, fyrst í Danmörku við góðan orðstír og nú í Frakklandi. Páll hefur náð því afreki að leika með þremur landsliðum í íþróttinni, því danska, franska og síðast því íslenska. Páll er nú búsettur í París, er fyrirliði liðsins í borginni og varð nýverið Frakklandsmeistari. Hart er sótt að honum að sækjast eftir kjöri forseta Evrópusambands ástralsks fótbolta á stofnfundi þess sem haldinn verður í Frankfurt í janúar á næsta ári. Páll er hógvær þegar þetta er hermt upp á hann, að hann sé ein helsta stjarnan í þessari harðskeyttu íþróttagrein. „Ég spilaði í Skandinvavíu lengi og hef því kynnst mjög mörgum enda er þetta tiltölulega ung íþrótt í Evrópu. Maður er því farinn að kannast við ansi marga í kringum þetta,“ segir Páll. Bróðir Páls, Jón Hrói Finnsson, kynnti hann fyrst fyrir íþróttinni í Danmörku og hann kolféll strax fyrir henni. „Hún hefur leikið ansi stórt hlutverk í veigamiklum ákvörðunum sem ég hef tekið. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég flutti frá Danmörku til Parísar var til að mynda að athuga hvort borgin væri ekki örugglega með lið í áströlskum fótbolta,“ útskýrir Páll. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi er í kringum tuttugu manna hópur sem æfir íþróttina hér á landi og Páll segist vera ákaflega sáttur við það sem hann hafi séð til drengjanna. „Ég held að þessi íþrótt geti alveg slegið í gegn hér. Þeir sem hafa æft handbolta hafa náð mjög fljótt góðum tökum á henni og er hún ekki þjóðaríþróttin okkar?“- fgg
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira