Erlent

Sænskur Íraki í haldi vestra

Sænskur Íraki hefur verið í haldi Bandaríkjamanna í Írak frá því í maí. Sænsk stjórnvöld hafa ekki fengið upplýsingar um fyrir hvað hann er ákærður. Maðurinn er í fangelsi með um 5.000 öðrum föngum, að sögn Dagens Nyheter.

Maðurinn hafði farið í heimsókn til fæðingarborgar sinnar, Ramadi, í byrjun maí til að setja á stofn byggingafyrirtæki og geta þannig framfært konu sinni og sjö börnum í Írak en var fljótlega handtekinn. Maðurinn og kona hans hafa búið í Svíþjóð frá árinu 2000. Eiginkona mannsins segir að hann hafi ekki verið pólitískt virkur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×