Innlent

Framkvæmd verðkannanna ábótavant

Hagfræðingur ASÍ segir misskilning liggja að baki gagnrýni Bónuss á verðkannanir samtakanna.
Hagfræðingur ASÍ segir misskilning liggja að baki gagnrýni Bónuss á verðkannanir samtakanna. Mynd/Hrönn

„Framkvæmdinni á verðkönnunum ASÍ er verulega ábótavant," segir Þórður Backman, framkvæmdastjóri innkaupasviðs hjá Kaupási, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar. Hann segir það ekki einungis Bónus sem hefur ítrekað óskað eftir leiðréttingum og ábendingar án þess að nokkuð sé viðhaft af ASÍ.

„Við teljum að kannanir ASÍ gefi ekki rétta mynd af þeim valkostum sem eru í boði," segir Þórður. Hann telur vinnubrögð ekki nægilega vandvirk við framkvæmd kannananna.

ASÍ gaf út fréttatilkynningu í gær þar sem gagnrýni framkvæmdastjóra Bónuss á kannanirnar er svarað. „Athugasemdir Haga byggjast á misskilningi," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, um gagnrýni Haga sem meðal annars reka verslanir Bónuss.

Ólafur Darri segir að í þessu tilfelli hafi verið um að ræða ódýrasta fáanlega hreina appelsínusafann í þeirri verslun sem verðkönnun ASÍ fór fram. Hann bætir við að ekki sé um samanburð á vörumerkjum að ræða heldur sé um að ræða samanburð á ódýrasta fáanlega lítraverði af hreinum appelsínusafa í hverri verslun líkt og kemur fram í fréttatilkynningu ASÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×