Erlent

Staðfesti fangelsisdóm yfir Radomir Markovic

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það tókst ekki að ráða Vuk Draskovic af dögum. Mynd/ AFP.
Það tókst ekki að ráða Vuk Draskovic af dögum. Mynd/ AFP.
Hæstiréttur í Serbíu hefur staðfest 40 ára fangelsisdóm yfir Radomir Markovic fyrir morðtilraun. Markovic var yfirmaður öryggissveita Slobodan Milesovic, fyrrverandi forseta Serbíu.

Markovic hafði áður verið dæmdur á neðra dómsstigi í 40 ára fangelsi fyrir að reyna að ráða fyrrverandi utanríkisráðherra Serbíu, Vuk Draskovic, af dögum árið 1999, eftir því sem fram kemur á fréttavef Danmarks Radio.

Hæstiréttur hefur líka staðfest 40 ára fangelsisdóm yfir Milorad Ulemek sem talinn er hafa staðið að baki morðunum á Zoran Djindjic, fyrrverandi forsætisráðherra, Serbíu árið 2003, og Ivan Stambolic, fyrrverandi forseta, árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×