Innlent

109 látnir í Perm - klúbbaeigendur hugsanlega ákærðir

Alls hafa 109 manns látist í eldsvoðanum í Perm í Rússlandi. Sprengingin varð í miðri flugeldasýningu sem haldin var til að fagna átta ára afmæli skemmtistaðar í borginni. Það var í raun ekki sprengingin sem banaði fólkinu heldur varð hún til þess að eldur kviknaði í veislutjaldi.

Örvænting greip þá mannfjöldann og margir tróðust undir. Aðrir köfnuðu eða létust að völdum brunasára. Rússnensk fréttastöð birti í morgun myndir að líkum sem hlaðið hafði verið upp fyrir utan skemmtistaðinn. Yfirvöld segja að brunavarnir hafi verið í ólestri á staðnum og rannsókn hefur verið sett á laggirnar.

Rússnensk yfirvöld segja í þarlendum fjölmiðum að það hafi margsinnis verið haft afskipti af næturklúbbinum vegna ófullnægjandi brunavarna. Forseti Rússlands, Dimtry Medvedev segir eiganda klúbbsins hafa brotið lög með því að leyfa flugeldasýninguna inni á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×