Innlent

Ók ljóslaus á umferðarskilti

Hann lét sér ekki segjast rútubílstjórinn sem lögregla stöðvaði í Vík í Mýrdal um helgina, en rútan sem hann ók var ljóslaus.

Bílstjórinn gisti á hóteli um nóttina, en hélt snemma af stað austur á bóginn morguninn eftir. Enn var rútan ljóslaus þar sem hleðslubúnaður hennar var bilaður. Á ferðalagi sínu ók hann á tvö umferðarskilti. Hann hélt áfram för sinni án þess að tilkynna um atvikið. Smá brot úr framenda rútunnar fannst á vettvangi. Var lögreglan á Austurlandi fengin til skoða bílinn og reyndist hann vera tjónvaldurinn.- jss










Fleiri fréttir

Sjá meira


×