Erlent

Fundu bein í bakgarðinum hjá Garrido

Jaycee Lee Dugard
Jaycee Lee Dugard
Lögreglan hefur fundið bein í bakgarði Philip Garrido sem handtekinn var í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni eftir að Jaycee Lee Dugard sem hvarf árið 1991 fannst í bakgarði þeirra. Frá handtökunni hefur lögregla leitað í hverjum krók og kima á landareign þeirra hjóna en grunur leikur á að Garrido tengist nokkrum morðum á vændiskonum og brotthvörfum þriggja annarra ungra stúlkna á tíunda áratugnum.

Nágranni þeirra hjóna segir að Garrido hafi að mestu búið í kofa í bakgarðinum og hefði spilað sig sem umsjónarmann fyrir eldri borgara. Talið er að Garrido og eiginkona hans hafi rænt Jaycee, þá ellefu ára, þar sem hún beið eftir strætó í Kaliforníu í júní árið 1991.

Henni var síðan haldið í bakgarðinum í átján ár ásamt tveimur börnum sínum sem Garrido átti með henni. Hjónin hafa neitað að um um rán hafi verið að ræða.

Lögreglan segir það taka margar vikur að rannsaka hvort um sé að ræða bein af manneskju eða dýri.


Tengdar fréttir

Notaði barn sem kynlífsþræl en segir málið hjartnæma ástarsögu

Hjón um sextugt eru í haldi lögreglu í Kaliforníu ákærðu fyrir að hafa rænt ellefu ára stúlku fyrir átján árum og haldið henni í kynlífsþrælkun. Ekkert mun ama að stúlkunni sem hefur átt fagnaðarfundi með móður sinni og stjúpföður.

Mannræningjahjón neita sök í Jaycee málinu

Hjónin sem hafa verið ákærð fyrir að ræna Jaycee Lee Dugard árið 1991 hafa neitað sök. Jaycee var ellefu ára gömul þegar Phillip Garrido og eiginkona hans Nancy, rændu stúlkunni. Þau fóru svo með hana heim til sín sem var í 300 kílómetra fjarlægð. Þar geymdu þau stúlkuna í bakgarðinum í kofa. Og misnotuðu hana kynferðislega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×