Óþolandi óréttlæti 23. febrúar 2009 05:00 Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um jöfnunaraðgerðir Konur hafa frá stofnun lýðveldisins verið færri á þingi en karlar. Í dag eru 23 konur á þingi en 40 karlar. Í sveitarstjórnum er hlutfall kvenna svipað, eða um 36%. Ekki er staðan betri í atvinnulífinu. Á athafnaárinu 2007 voru aðeins 8% stjórnarsæta skipuð konum í 100 stærstu fyrirtækjum landsins. Það hallar því verulega á konur við stjórnun landsins. Óhætt er að fullyrða að ekki er um tilviljun að ræða, heldur kerfislægt óréttlæti í samfélaginu. Þegar hugmyndir um aukið persónukjör til Alþingis eru skoðaðar er því ástæða til að spyrja hvort við séum nógu langt komin í jafnréttismálum til að valda því að velja kynin jöfnum höndum með slíkum aðferðum. Af illri nauðsyn hafa þeir stjórnmálaflokkar sem láta sig þessi mál varða beitt sértækum aðgerðum eins og fléttulistum og kynjagirðingum í prófkjörum til að bregðast við þeim lýðræðisvanda sem skertur hlutur kvenna í stjórnmálum er. Markmiðið hlýtur þó alltaf að vera að leggja slíkar aðgerðir af, þegar árangri er náð. Engin rök eru fyrir því að slíkar aðgerðir virki í báðar áttir þ.e. lyfti einnig körlum. Nái konur meiri árangri en karlar í prófkjörum á einstaka framboðslistum, ber að fagna því. Slíkur árangur kvenna kemur þá til, þrátt fyrir kerfislægt óréttlæti. Engin rök eru fyrir því að færa karla upp fyrir konur í slíkum tilvikum, þar sem ekkert kerfislægt óréttlæti hamlar framgangi karla og möguleikum þeirra til áhrifa í samfélaginu. Kjördæmaskipting landsins er svo sjálfstætt vandamál í jafnréttismálum þar sem karlar raða sér að jafnaði í örugg sæti hringinn í kringum landið og konum oftar en ekki skipað í „baráttusætin" sem enda flest sem varaþingmannssæti. Það er því áleitin spurning hvort nauðsynlegt sé að gera landið að einu kjördæmi til að jafnvægi náist milli kynjanna á Alþingi. En þar til óréttlætinu hefur verið útrýmt og jöfnum hlutföllum kynjanna er náð, eiga jöfnunaraðgerðir, sé þeim beitt, aðeins að virka í eina átt. Í átt til kvenfrelsis. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um jöfnunaraðgerðir Konur hafa frá stofnun lýðveldisins verið færri á þingi en karlar. Í dag eru 23 konur á þingi en 40 karlar. Í sveitarstjórnum er hlutfall kvenna svipað, eða um 36%. Ekki er staðan betri í atvinnulífinu. Á athafnaárinu 2007 voru aðeins 8% stjórnarsæta skipuð konum í 100 stærstu fyrirtækjum landsins. Það hallar því verulega á konur við stjórnun landsins. Óhætt er að fullyrða að ekki er um tilviljun að ræða, heldur kerfislægt óréttlæti í samfélaginu. Þegar hugmyndir um aukið persónukjör til Alþingis eru skoðaðar er því ástæða til að spyrja hvort við séum nógu langt komin í jafnréttismálum til að valda því að velja kynin jöfnum höndum með slíkum aðferðum. Af illri nauðsyn hafa þeir stjórnmálaflokkar sem láta sig þessi mál varða beitt sértækum aðgerðum eins og fléttulistum og kynjagirðingum í prófkjörum til að bregðast við þeim lýðræðisvanda sem skertur hlutur kvenna í stjórnmálum er. Markmiðið hlýtur þó alltaf að vera að leggja slíkar aðgerðir af, þegar árangri er náð. Engin rök eru fyrir því að slíkar aðgerðir virki í báðar áttir þ.e. lyfti einnig körlum. Nái konur meiri árangri en karlar í prófkjörum á einstaka framboðslistum, ber að fagna því. Slíkur árangur kvenna kemur þá til, þrátt fyrir kerfislægt óréttlæti. Engin rök eru fyrir því að færa karla upp fyrir konur í slíkum tilvikum, þar sem ekkert kerfislægt óréttlæti hamlar framgangi karla og möguleikum þeirra til áhrifa í samfélaginu. Kjördæmaskipting landsins er svo sjálfstætt vandamál í jafnréttismálum þar sem karlar raða sér að jafnaði í örugg sæti hringinn í kringum landið og konum oftar en ekki skipað í „baráttusætin" sem enda flest sem varaþingmannssæti. Það er því áleitin spurning hvort nauðsynlegt sé að gera landið að einu kjördæmi til að jafnvægi náist milli kynjanna á Alþingi. En þar til óréttlætinu hefur verið útrýmt og jöfnum hlutföllum kynjanna er náð, eiga jöfnunaraðgerðir, sé þeim beitt, aðeins að virka í eina átt. Í átt til kvenfrelsis. Höfundur er borgarfulltrúi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun