Innlent

Kveikti í dagstofu Stuðla

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Mál á hendur nítján ára stúlku var þingfest í morgun í héraðsdómi Reykjavíkur. Stúlkan er ákærð fyrir brennu, með því að hafa í ágúst 2007 borið eld að salernispappír og blöðum er lágu í sófa í dagstofu neyðarvistunar Stuðla og valdið með því eldsvoða.

Atvikið hafði í för með sér almannahættu að því er segir í ákæru en hinni ákærðu og öðrum vistmanni var bjargað af reykköfurum úr herbergi inn af dagstofunni. Þar höfðu þær lokast inni vegna elds og reyks. Tjón varð á munum og húsnæði neyðarvistunarinnar.

Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×