Innlent

Aðeins 2% nauðgunarmála enda með sakfellingu

Andri Ólafsson skrifar
Aðeins tvö prósent þeirra nauðgunarmála sem koma inn á borð Stígamóta og Neyðarmótökunnar enda með sakfellingu.Það þýðir einn dómur fyrir hverjar 52 tilkynntar nauðganir.

Afbrotatölfræði ríkislögreglustjórans fyrir árið 2008 er nýkomin út en þar er má meðal annars enn og aftir sjá aukning á kynferðisbrotum. Þeim hefur fjölgað um 5% á milli ára en 15 % ef borið er saman við meðaltal síðustu fimm ára. Það sem er hins vegar athyglisvert við tölfræði kynferðisbrota er hversu fá nauðgunarmál enda með sakfellingu. Lítum á dæmi.

Á árunum 2002 til 2006 leituðu um 1250 konur til stígamóta eða neyðarmóttöku eftir að hafa verið nauðgað.

Stór hluti þessara kvenna treysti sér ekki til að leita með málið lengra og því rötuðu ekki nema 468 þessara mála inn á borð lögreglu. Hér er talað um nauðgun, misneytingu og nauðung.

Af þessum 468 málum sem komu inn á borð lögreglu komust aðeins 156 mál í gegn um kæru og rannsóknarferlið inn á borð ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um ákærur.

Af þessum 156 málum sem ríkissaksóknari fékk til skoðunnar á tímabilinu voru 105 mál látin niður falla. Það eru tveir þriðja málanna.

Og þess vegna komust aðeins 51 mál fyrir dómara í héraðsdómi

Meira en helmingur karlanna sem sóttir voru til saka fyrir nauðgun, voru sýknaðir en aðeins 24 voru sakfelldir.

Tuttugu og fjögur, af þeim 1250 nauðgunarmálum sem komu inn á borð stígamóta og neyðarmóttökunnar á árunum 2002 -2006.

Það þýðir að sakfellt var í aðeins einu nauðgunarmáli af hverjum 52 nauðgunarmálum sem upp komu á þessu tímabili.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×