Fótbolti

Guðmundur skoraði eftir þrjár mínútur

Guðmundur Steinarsson skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Vaduz
Guðmundur Steinarsson skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Vaduz

Guðmundur Steinarsson var ekki lengi að láta til sín taka með liði sínu Valduz í svissnesku deildinni í dag.

Guðmundur kom liði sínu í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur gegn Aarau sem er um miðja deild, en gestirnir jöfnuðu leikinn í síðari hálfleik og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Guðmundi var skipt af velli á 80. mínútu fyrir landa sinn Stefán Þórðarson sem einnig var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Valduz er í 8. sæti af 10 liðum í svissnesku deildinni með 15 stig, einu stigi meira en Bellinzona sem er í næstneðsta sætinu með 14 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×