Lífið

Letterman viðurkennir framhjáhald

Skrýtið mál. David Letterman viðurkenndi í beinni útsendingu að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við fjölmargar konur á sjónvarpsstöðinni CBS.
Skrýtið mál. David Letterman viðurkenndi í beinni útsendingu að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við fjölmargar konur á sjónvarpsstöðinni CBS.

Spjallþáttastjórnandinn David Letterman kom áhorfendum sínum í opna skjöldu nýverið þegar hann viðurkenndi, í beinni útsendingu, að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við fjölmargar samstarfskonur sínar á undanförnum árum.

Letterman, sem giftist sambýliskonu sinni, Reginu Lasoko, í mars, gerði þetta þó ekki að gamni sínu því hann upplýsti einnig að starfsmaður CBS, sjónvarpsstöðvarinnar sem Letterman er á mála hjá, hefði reynt að kúga fé út úr honum. Sá sagðist hafa sönnunargögn fyrir því að Letterman hefði stundað þetta ósiðsamlega athæfi og ætlaði að skrifa bæði kvikmyndahandrit og bók um þetta kynsvall Lettermans. Þáttastjórnandinn leitaði í kjölfarið til saksóknara í New York og var kynlífskúgarinn í kjölfarið handtekinn.

Myndband með ræðu Lettermans hefur farið sem eldur í sinu á netinu og þetta þykir ein stærsta fréttin í Bandaríkjunum um þessar mundir. Illu heilli fyrir Letterman var Chicago ekki valin til að hýsa Ólympíuleikana 2016 en það hefði getað beint kastljósinu í aðrar áttir. Myndbandið þykir ekki síst skondið í ljósi þess að áhorfendur skella upp úr á mjög vandræðalegum stöðum en þagna um leið og þeim verður ljóst að Letterman hélt framhjá konunni sinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.