Innlent

Grænfriðungar fordæma hvalveiðar Íslendinga

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Grænfriðungar hafa fordæmt hvalveiðar Íslendinga. Í yfirlýsingu umhverfisverndarsamtakanna frá í morgun segir að ríkisstjórn Íslands hafi brugðist í málinu en andstaða einstaka ráðherra við hvalveiðar hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir þær.

Samtökin segja ljóst að hagsmunasamtök stjórni hvalveiðistefnu ríkisstjórnarinnar. Sá litli gróði sem verði af veiðunum fáist með miklum efnahagslegum og pólitískum kostnaði fyrir Ísland.

Hvalur 9 kom að landi klukkan fjögur í nótt með tvær fyrstu langreyðarnar, en heildarkvóti ársins eru 150 dýr. Að sögn Kristjáns Loftssonar, eiganda Hvals hf, gengu veiðar vel, en skipið lagði úr höfn klukkan eitt í fyrrinótt. Búið sé að gera að báðum langreyðunum.

Þetta eru fyrstu langreyðarnar sem skotnar eru við Íslandsstrendur frá árinu 2006 en þá voru sjö dýr veitt. Auk Hvals 9 er verið að gera Hval 8 tilbúinn til veiða. Kjötið verður selt á Japansmarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×