Lífið

Vinsælt þjálfunarkerfi

 Íris Huld segir TRX-þjálfunarkerfið njóta mikilla vinsælda og er viss um að það sé komið til að vera. Fréttablaðið/Vilhelm
Íris Huld segir TRX-þjálfunarkerfið njóta mikilla vinsælda og er viss um að það sé komið til að vera. Fréttablaðið/Vilhelm
„Þetta er bara búið að slá algjörlega í gegn,“ segir Íris Huld Guðmundsdóttir. rekstrarstjóri og yfirleiðbeinandi Heilsuakademíunnar, um nýtt þjálfunarkerfi sem kallast TRX Suspension training. Þjálfunarkerfið er upprunnið í Navy Seals í Bandaríkjunum, en TRX-æfingar byggja upp jafnvægis- og djúpvöðvakerfi líkamans.

„Þetta eru æfingar sem eru gerðar í ákveðnum ströppum eða böndum sem maður festir í króka í loftinu. Þú vinnur alfarið með þína eigin líkamsþyngd í stað lóða og það fer eftir hvernig þú hallar þér í æfingunni hversu erfið hún er,“ útskýrir Íris. „Þetta er alveg jafnt fyrir byrjendur, atvinnu- og íþróttamenn og eldri borgara því æfingarnar er hægt að sníða að hverjum og einum og að tilteknum íþróttum,“ bætir hún við.

Eitt námskeið er þegar yfirstaðið í Heilsuakademíunni og morgun- og kvöld­námskeið þegar hafin. „Það er allt að fyllast. Miðað við gengið núna í dag er ég viss um að þetta er komið til að vera,“ segir Íris Huld. - ag





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.