Lífið

Íþróttafélagið Styrmir selur klósettpappír og grænmeti

Nýir silfurdrengir? .fréttablaðið/daníel
Nýir silfurdrengir? .fréttablaðið/daníel

Íþróttafélagið Styrmir, sem skipað er samkynhneigðum, er á leið til Kaupmannahafnar þar sem félagið mun taka þátt í Outgames-íþróttamótinu sem fram fer í borginni dagana 23. júlí til 3. ágúst. Þetta er í annað sinn sem Outgames fer fram, en mótið er haldið á tveggja ára fresti.

Jón Þór Þorleifsson, meðlimur sunddeildar Styrmis, segir allan undirbúning ganga vel og að mikil eftirvænting ríki í hópnum. „Þetta er um þrjátíu og fimm manna hópur sem fer út, sund- og fótboltalið Styrmis ásamt nokkrum „klappstýrum“. Við höfum safnað fyrir ferðinni með því að selja klósettpappír, grænmeti beint frá bónda og fengum einnig ágóðann af einni sýningu af kvikmyndinni Milk.“

Nýir búningar voru keyptir fyrir ferðina svo liðsmenn verða landi og þjóð til sóma. Aðspurður segist Jón Þór vera viss um að Styrmismönnum eigi eftir að ganga vel á mótinu, „Fótboltaliðið hefur lent í öðru sæti á síðustu tveimur mótum og í sundliðinu eru margir reynsluboltar þannig að ég er viss um að við eigum eftir að koma heim með pening. Kannski verðum við næstu silfurdrengir Íslands,“ segir hann og hlær. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.