Innlent

Árni hefur ekkert að fela

Árni Johnsen
Árni Johnsen

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekkert hafa að fela. Ástæða þess að hann hafi ekki skráð fjárhags­lega hagsmuni sína á vef Alþingis sé sú að hann hafi „bara enga hagsmuni að skrá og aldrei haft".

Margir þingmenn eru einmitt skráðir þannig að þeir hafi enga hagsmuni sem reglurnar nái til. Spurður hvort Árni ætli ekki að láta Alþingi vita að eins gildi um hann, segist hann ekki vita „hvernig þetta er nákvæmlega".

Árni og Bjarni Benediktsson eru einu þingmennirnir sem eru að störfum, sem ekki hafa skráð sína hagsmuni. Ekki náðist í Bjarna í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×