Innlent

Járnfrúin fær járnpinna í handlegginn

Margaret Thatcher Mynd/ AP
Margaret Thatcher Mynd/ AP
Járnfrúin svonefnda og fyrrum forsætisráðherra Breta, Margaret Thatcher, þarf að fara í aðgerð þar sem járnpinni verður settur í handlegg hennar sem brotnaði á dögunum.

Járnfrúin var lögð inn á spítala í síðustu viku eftir að hún datt á heimili sínu. Síðan þá hefur hún verið undir eftirliti lækna á Chelsea og Westminster spítalanaum.

Að sögn talsmanns Thatcher á að setja pinnann í upphandlegg hennar til að hjálpa beinunum að gróa saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×