Innlent

Með stolin verkfæri og kannabis

Efnin fundust á heimili mannsins sem þá bjó á Selfossi.
Efnin fundust á heimili mannsins sem þá bjó á Selfossi. Mynd/ GVA

Í morgun var þingfest mál Sýslumannsins á Selfossi gegn 25 ára gömlum karlmanni. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa í fórum sínum verkfæri sem hann mátti vita að væru þjófstolin en einnig fyrir að hafa í fórum sínum tópaksblönduð kannabisefni.

Þýfið fannst á heimili mannsins þann 14. janúar en á sama tíma fannst rúmt gramm af tópaksblönduðu kannabisefni. Við þingfestingu játaði maðurinn sök við báðum ákæruliðum og samþykkti einnig upptöku á fíkniefnunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×