Erlent

Skaut af haglabyssu í íbúð sinni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Rúmlega þrítugur maður var handtekinn í bænum Stege á Sjálandi í gærkvöldi eftir að hafa skotið sjö skotum úr haglabyssu í íbúðinni. Maðurinn var í sjálfsmorðshugleiðingum og sagði föður sínum það í símtali. Hann skaut úr byssunni til að leggja áherslu á orð sín en hálfsystir mannsins var einnig stödd í íbúðinni. Þegar lögregla kom á vettvang sat maðurinn í bíl sínum fyrir utan húsið og var enn með haglabyssuna. Hann steig út úr bílnum að skipan lögreglu en ærðist svo skyndilega og beitti lögreglan piparúða til að yfirbuga hann og handtaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×