Hugmyndafræðin Þorsteinn Pálsson skrifar 24. október 2009 06:00 Stóra spurningin er þessi: Er það í raun og veru svo að þetta hugmyndafræðilega gap skilji flokka og kjósendur að? Margt bendir til að svo sé ekki í þeim mæli sem gefið er í skyn. Skýrasta vísbendingin lýtur að norræna velferðarhugtakinu. Við myndun ríkisstjórnarinnar var það gert að eins konar tákni um afgerandi pólitísk umskipti. Það var kynnt sem nýjung í íslenskri pólitík. Í því var ennfremur fólgið mikið fyrirheit um að nú ætti að færa þjóðfélagið frá hægri til vinstri. Þegar betur er að gáð er norræna velferðarkerfið málamiðlun ólíkra stjórnmálaflokka sem í tímans rás hafa færst nær miðjunni. Hér á Íslandi varð Sjálfstæðisflokkurinn til að mynda miklu stærri en hægriflokkar á Norðurlöndum fyrir þá sök að Ólafur Thors gerði strax í öndverðu innanflokks málamiðlun milli athafnafrelsis og velferðar að norrænum hætti. Þegar ríkisstjórnin kynnti norræna velferðarhugtakið til sögunnar sem nýmæli hefðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins því allt eins getað sagt: Eins og talað út úr okkar hjarta. Með öðrum orðum: Það er löngu liðin tíð að norræna velferðarhugtakið sé merkimiði til vinstri. Þvert á móti: Það hefur í áratugi verið ímynd sameiningar en ekki sundrungar í íslenskum stjórnmálum. Annað dæmi um pólitíska samloðun: Við stjórnarmyndunina féllust forystumenn VG á að gera endurreisnaráætlunina sem Sjálfstæðisflokkurinn vann með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að grundvelli stefnunnar í efnahags- og ríkisfjármálum. Atburðir síðustu vikna benda að vísu til að óvíst sé að bakland VG hafi úthald til að bregða í svo veigamiklum atriðum frá grundvallarstefnu flokksins. Á hinn veginn sýnir sú staðreynd að forystumenn VG gengust inn á þennan grundvöll að hugmyndafræðilega gjáin í íslenskum stjórnmálum er ekki jafn djúp og breið og virðist við fyrstu sýn. Þeirri ímynd er haldið á lofti fremur til að treysta völd en að ryðja framfaramálum braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stóra spurningin er þessi: Er það í raun og veru svo að þetta hugmyndafræðilega gap skilji flokka og kjósendur að? Margt bendir til að svo sé ekki í þeim mæli sem gefið er í skyn. Skýrasta vísbendingin lýtur að norræna velferðarhugtakinu. Við myndun ríkisstjórnarinnar var það gert að eins konar tákni um afgerandi pólitísk umskipti. Það var kynnt sem nýjung í íslenskri pólitík. Í því var ennfremur fólgið mikið fyrirheit um að nú ætti að færa þjóðfélagið frá hægri til vinstri. Þegar betur er að gáð er norræna velferðarkerfið málamiðlun ólíkra stjórnmálaflokka sem í tímans rás hafa færst nær miðjunni. Hér á Íslandi varð Sjálfstæðisflokkurinn til að mynda miklu stærri en hægriflokkar á Norðurlöndum fyrir þá sök að Ólafur Thors gerði strax í öndverðu innanflokks málamiðlun milli athafnafrelsis og velferðar að norrænum hætti. Þegar ríkisstjórnin kynnti norræna velferðarhugtakið til sögunnar sem nýmæli hefðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins því allt eins getað sagt: Eins og talað út úr okkar hjarta. Með öðrum orðum: Það er löngu liðin tíð að norræna velferðarhugtakið sé merkimiði til vinstri. Þvert á móti: Það hefur í áratugi verið ímynd sameiningar en ekki sundrungar í íslenskum stjórnmálum. Annað dæmi um pólitíska samloðun: Við stjórnarmyndunina féllust forystumenn VG á að gera endurreisnaráætlunina sem Sjálfstæðisflokkurinn vann með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að grundvelli stefnunnar í efnahags- og ríkisfjármálum. Atburðir síðustu vikna benda að vísu til að óvíst sé að bakland VG hafi úthald til að bregða í svo veigamiklum atriðum frá grundvallarstefnu flokksins. Á hinn veginn sýnir sú staðreynd að forystumenn VG gengust inn á þennan grundvöll að hugmyndafræðilega gjáin í íslenskum stjórnmálum er ekki jafn djúp og breið og virðist við fyrstu sýn. Þeirri ímynd er haldið á lofti fremur til að treysta völd en að ryðja framfaramálum braut.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun