Innlent

Hannes Smárason áfrýjar húsleitarúrskurðinum

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Gísli Guðni Hall er lögfræðingur Hannesar Smárasonar.
Gísli Guðni Hall er lögfræðingur Hannesar Smárasonar. Mynd/Valgarður Gíslason
Hannes Smárason mun áfrýja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði í dag að húsleit og haldlagning gagna á heimili hans í júní hafi verið ólögleg.

Gísli Hall, lögfræðingur Hannesar, segir málið varða ágreining um rannsóknaraðgerðir. „Við teljum að réttum reglum hafi ekki verið fylgt og viljum fá niðurstöðu dómstóla um það. Þannig að þessi úrskurður verður kærður," sagði Gísli í samtali við fréttastofu en tiltók ekki hvaða reglum var ekki framfylgt við húsleitina.

Húsleitin var gerð þann 3. júní síðastliðinn á heimilum Hannesar að Fjölnisvegi 9 og 11 en rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra beinist að hugsanlegum skattalagabrotum félaga tengdum Hannesi.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×