Innlent

Eldur á tjaldstæði - stórslysi afstýrt

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Blönduós
Blönduós Mynd/Pjetur

Brunavarðliðið á Blönduósi var kallað til á tjaldsvæði þar sem kviknað hafði eldur í gasleiðslu prímuss. Eigandi prímussins, sem hafði verið að hita sér kaffi, var fljótur að bregðast við, dreif eldmatinn út úr tjaldi sínu og lagði nýlagðar þökur yfir eldinn til að kæfa hann.

Það tók brunavarðliðið nokkrar mínútur að ganga úr skugga um að eldurinn væri slökknaður.

Sjónarvottur á tjaldstæðinu sagði eiganda fellihýsisins hafa afstýrt stórslysi með snarræði sínu, enda sprengihætta af gaskútum mikil. Á tjaldstæðinu er mikill fjöldi fólks vegna Smábæjarleikanna í knattspyrnu, en þá sækja milli átta og níu hundruð börn. Að sögn sjónarvottarins stendur tjald við tjald á tjaldstæðinu, svo ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði gaskúturinn sprungið.

Eigandi fellihýsisins slapp með sviðin hár á hendi að sögn lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×