Innlent

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness

Jónmundur Guðmarsson.
Jónmundur Guðmarsson.

Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi í dag að forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, tæki við embætti bæjarstjóra af Jónmundi Guðmarssyni. Sjálfur hefur hann verið ráðinn sem nýr framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins og tekur við af Andra Óttarssyni.

Ásgerður mun taka við embættinu þann 1. júlí. Jónmundur hefur verið bæjarstjóri á Seltjarnarnesi í sjö ár og starfað sem bæjarfulltrúi í ellefu ár.

Ásgerður hefur gegnt hlutverki forseta bæjarstjórnar frá árinu 2002. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og starfar nú sem forstöðumaður fjárhagsdeildar Íslandsbanka, áður starfaði hún sem forstöðumaður hjá Tryggingamiðstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×