Lífið

Ný Polanski-mynd í biðstöðu

Fær mikinn stuðning. Stuðningur stjórnmálamanna og annarra leikstjóra við Roman Polanski þykir vera á nokkuð gráu svæði enda nauðgaði hann þrettán ára gamalli stúlku.
Fær mikinn stuðning. Stuðningur stjórnmálamanna og annarra leikstjóra við Roman Polanski þykir vera á nokkuð gráu svæði enda nauðgaði hann þrettán ára gamalli stúlku.

Nýjasta verk leikstjórans Romans Polanski hefur verið sett í salt um óákveðinn tíma. Um er að ræða kvikmyndina The Ghost með þeim Ewan McGregor og Pierce Brosnan í aðalhlutverkum. Tökum á myndinni er lokið og klipping er á lokastigi en enn á eftir að fullvinna hana. Myndin segir frá svokölluðum „skuggarithöfundi" sem er falið að skrifa ævisögu bresks forsætisráðherra og kemst um leið að fjölskylduleyndarmáli sem setur líf hans í uppnám.

Polanski á heldur erfitt með að fylgjast með eftirvinnslu myndarinnar þar sem hann situr nú í varðhaldi svissnesku lögreglunnar og bíður þess að vera framseldur til Bandaríkjanna fyrir brot sem hann framdi fyrir þrjátíu árum. Polanski var handtekinn fremur óvænt af svissneskum yfirvöldum en leikstjórinn hefur alla tíð gætt þess að ferðast ekki til landa þar sem handtaka yfir honum væri yfirvofandi. Polanski nauðgaði þrettán ára gamalli stúlku á heimili Jacks Nicholson þegar hann var að mynda hana fyrir Vogue-tímaritið. Hann flúði land og hefur síðan að mestu dvalist í París ásamt eiginkonu sinni.

Fjöldi leikstjóra hefur hvatt til þess að Polanski verði látinn laus og franskir stjórnmálamenn hafa biðlað til þeirra svissnesku um að Polanski verði leyft að snúa aftur til síns heima. Svissneskir fjölmiðlar hafa jafnframt verið harðorðir í garð þarlendra yfirvalda og segjast hálfpartinn skammast sín fyrir að vera svissneskir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.