Smjörklípur og röksemdafærslur Sigurður Líndal skrifar 13. júlí 2009 00:01 Í Morgunblaðinu 7. júlí gerir Jón Baldvin Hannibalsson athugasemdir við ummæli Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu 5. júlí. Eftir útlistan á undanbrögðum við röksemdafærslu sem hann kennir við smjörklípu og nokkur vel valin ummæli um stjórnendur Landsbankans falla orð á þennan veg: „Evróputilskipunin sem leidd var í lög 1999, í forsætisráðherratíð Davíðs, kveður á um tvennt: Að útibú banka, hvar sem er á evrópska efnahagssvæðinu, starfi á ábyrgð heimalandsins. Það á við um bankaleyfi, eftirlit og lágmarkstryggingu á sparifjárinnistæðum. Þessi lágmarksinnistæðutrygging skal nema 20.887 evrum.“ Hér er væntanlega átt við lög nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, en lögin voru sett á grundvelli tilskipana (direktiv sem reyndar ætti að kalla forsagnir) 94/19 EB og 97/9EB og fullyrt að heimalandið, í þessu tilfelli íslenzka ríkið, beri ábyrgð á lágmarksinnistæðutryggingu sparifjár sem nemi 20.887 evrum. Að svo stöddu ætla ég ekki að leggja neinn dóm á framangreinda fullyrðingu, en það myndi bæta umræðuna ef Jón Baldvin vildi vísa nákvæmlega í ákvæði laganna fullyrðingu sinni til stuðnings. Síðan heldur hann áfram: „Sá galli er á heimatilbúinni (eftirá) lögskýringu nokkurra íslenskra lögfræðinga, nefnilega að sparifjártryggingin takmarkist við tóman tryggingarsjóð, að sá lögfræðingur fyrirfinnst ekki utan landsteinanna, sem tekur mark á lögskýringunni.“ Hér er enn ástæða til að spyrja: Hver eru rök þessara lögfræðinga utan landsteinanna? Og þeirri spurningu má bæta við: Úr því að lögfræðingar utan landsteinanna eru svona sigurvissir – hvers vegna hafna Bretar og Hollendingar hlutlausum gerðardómi skipuðum valinkunnum lögfræðingum? Gott væri að fá undanbragðalaust svar Jóns Baldvins við þessum spurningum. Hér má minna á að meðal viðurkenndra réttarheimilda þjóðaréttar eru almennar grundvallarreglur laga sem siðaðar þjóðir viðurkenna, sbr. 38. gr. samþykkta Milliríkjadómstólsins í Haag. – Eiga ekki ríki og þjóðir jafnt sem einstaklingar rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum óvilhöllum dómstóli, svo að vitnað sé til þeirrar meginreglu sem býr að baki 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu? Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 7. júlí gerir Jón Baldvin Hannibalsson athugasemdir við ummæli Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu 5. júlí. Eftir útlistan á undanbrögðum við röksemdafærslu sem hann kennir við smjörklípu og nokkur vel valin ummæli um stjórnendur Landsbankans falla orð á þennan veg: „Evróputilskipunin sem leidd var í lög 1999, í forsætisráðherratíð Davíðs, kveður á um tvennt: Að útibú banka, hvar sem er á evrópska efnahagssvæðinu, starfi á ábyrgð heimalandsins. Það á við um bankaleyfi, eftirlit og lágmarkstryggingu á sparifjárinnistæðum. Þessi lágmarksinnistæðutrygging skal nema 20.887 evrum.“ Hér er væntanlega átt við lög nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, en lögin voru sett á grundvelli tilskipana (direktiv sem reyndar ætti að kalla forsagnir) 94/19 EB og 97/9EB og fullyrt að heimalandið, í þessu tilfelli íslenzka ríkið, beri ábyrgð á lágmarksinnistæðutryggingu sparifjár sem nemi 20.887 evrum. Að svo stöddu ætla ég ekki að leggja neinn dóm á framangreinda fullyrðingu, en það myndi bæta umræðuna ef Jón Baldvin vildi vísa nákvæmlega í ákvæði laganna fullyrðingu sinni til stuðnings. Síðan heldur hann áfram: „Sá galli er á heimatilbúinni (eftirá) lögskýringu nokkurra íslenskra lögfræðinga, nefnilega að sparifjártryggingin takmarkist við tóman tryggingarsjóð, að sá lögfræðingur fyrirfinnst ekki utan landsteinanna, sem tekur mark á lögskýringunni.“ Hér er enn ástæða til að spyrja: Hver eru rök þessara lögfræðinga utan landsteinanna? Og þeirri spurningu má bæta við: Úr því að lögfræðingar utan landsteinanna eru svona sigurvissir – hvers vegna hafna Bretar og Hollendingar hlutlausum gerðardómi skipuðum valinkunnum lögfræðingum? Gott væri að fá undanbragðalaust svar Jóns Baldvins við þessum spurningum. Hér má minna á að meðal viðurkenndra réttarheimilda þjóðaréttar eru almennar grundvallarreglur laga sem siðaðar þjóðir viðurkenna, sbr. 38. gr. samþykkta Milliríkjadómstólsins í Haag. – Eiga ekki ríki og þjóðir jafnt sem einstaklingar rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum óvilhöllum dómstóli, svo að vitnað sé til þeirrar meginreglu sem býr að baki 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu? Höfundur er lagaprófessor.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun