Handbolti

Guðlaugur og Heimir Örn á leið til Akureyrar

Henry Bigir Gunnarsson skrifar
Guðlaugur mun styrkja lið Akureyrar mikið rétt eins og Heimir Örn.
Guðlaugur mun styrkja lið Akureyrar mikið rétt eins og Heimir Örn. Mynd/Gummersbach

Handknattleikslið Akureyrar mun væntanlega fá góðan liðsstyrk fyrir næsta vetur því þeir Guðlaugur Arnarsson, leikmaður FCK í Danmörku, og Heimir Örn Árnason, leikmaður Vals, eru að öllum líkindum að flytja til Akureyrar.

Þetta staðfestu þeir báðir við Vísi í dag.

Guðlaugur sagði að öllu óbreyttu myndi hann flytjast norður í sumar ásamt fjölskyldu sinni. Sjálfur er Guðlaugur frá Húsavík en unnusta hans frá Akureyri. Þau stefna því í heimahagana.

Guðlaugur er reyndar með nokkur járn í eldinum úti en eins og staðan er núna bendir flest til þess að þau komi heim.

Heimir Örn tjáði Vísi að hann og kona hans hefðu fengið freistandi atvinnutilboð fyrir norðan og það væri nánast frágengið að þau myndu flytja.

Hann sagði þau vera afar spennt fyrir því að flytja aftur í heimahagana þar sem flestir vinir þeirra væru.

Báðir ætla þeir að spila með handboltaliði Akureyrar og ljóst að koma þeirra tveggja verður mikill hvalreki fyrir handboltann á Akureyri.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.