Innlent

Getum grætt á lifandi humri

Gísli Óskarsson skrifar

Niðurstöður rannsókna Háskóla Íslands og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum benda til að hægt sé að stórauka verðmætasköpun í humarvinnslu með því að flytja meira út af lifandi humri.

 

Þetta er þriðja og síðasta árið sem þessar rannsóknirnar standa yfir og niðurstöður þeirra eru þegar farnar að líta dagsins ljós.

 

Heildarkostnaður við þessar rannsóknir er um 300 milljónir króna, þar af er íslenski hluti þeirra um 46 milljónir. Fyrirtæki frá Noregi, Portúgal og Wales hafa komið að þessum rannsóknum auk Samtaka fiskvinnslustöðva á Íslandi, Þekkingaseturs Vestmannaeyja og Vinnslustöðvarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×