Yrkir um kynferðislega ósigra sína 12. október 2009 06:00 Tekur sjálfan sig ekki hátíðlega Sigurður Ágúst segir að hafa megi gaman af ljóðunum hans. fréttablaðið/Vilhelm „Maður verður að hafa húmor fyrir sjálfum sér,“ segir ljóðskáldið og laganeminn Sigurður Gústavsson, Siggi Gúst. Sigurður gaf í vikunni út bókina Ölið, bölið og þynnkan sem fylgdi. Ljóðin fjalla meðal annars um ástandið í þjóðfélaginu, ógæfuna, þynnkuna og kynferðislega ósigra. Siggi segir að flest ljóðin myndu flokkast sem níð, drykkjuvísur, samfélagsleg ádeila og jafnvel guðlast. Spurður hvort hann óttist að síðastnefnda atriðið valdi honum vandræðum er Siggi fljótur að svara á viðeigandi hátt: „Það væri þá bara í þessu lífi,“ segir hann. „Erum við ekki að stíga inn í 21. öldina? Maður má ekki vera hræddur við krossinn.“ Siggi er 23 ára gamall og tilheyrir fámennum hópi af hans kynslóð sem leggur vinnu í að viðhalda íslenskri ljóðahefð. „Þarf ekki einhver að taka þetta á sig? Þetta er deyjandi sport,“ segir hann. „Ljóðahefð Íslendinga má ekki deyja út.“ Kvæði Sigurðar ríma öll og eru flest stuðluð. Hann fer líka um víðan völl um heim ljóðsins og semur til dæmis ferskeytlur, limrur og vikivaka. Siggi tekur sjálfan sig ekki hátíðlega og segir að fólk ætti að hafa gaman af ljóðunum. Þrátt fyrir það eru þau samin á erfiðum stundum. „Ég held að skáldagyðjan komi þegar ég er hrjáður eða lítill í mér. Til dæmis á löngum næturvöktum í álverinu,“ segir hann. Ölið, bölið og þynnkan sem fylgdi fæst í Iðu, verslun Máls og menningar á Laugavegi og í bókverkabúðinni Útúrdúr í Nýlistasafninu.- afb Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda Sjá meira
„Maður verður að hafa húmor fyrir sjálfum sér,“ segir ljóðskáldið og laganeminn Sigurður Gústavsson, Siggi Gúst. Sigurður gaf í vikunni út bókina Ölið, bölið og þynnkan sem fylgdi. Ljóðin fjalla meðal annars um ástandið í þjóðfélaginu, ógæfuna, þynnkuna og kynferðislega ósigra. Siggi segir að flest ljóðin myndu flokkast sem níð, drykkjuvísur, samfélagsleg ádeila og jafnvel guðlast. Spurður hvort hann óttist að síðastnefnda atriðið valdi honum vandræðum er Siggi fljótur að svara á viðeigandi hátt: „Það væri þá bara í þessu lífi,“ segir hann. „Erum við ekki að stíga inn í 21. öldina? Maður má ekki vera hræddur við krossinn.“ Siggi er 23 ára gamall og tilheyrir fámennum hópi af hans kynslóð sem leggur vinnu í að viðhalda íslenskri ljóðahefð. „Þarf ekki einhver að taka þetta á sig? Þetta er deyjandi sport,“ segir hann. „Ljóðahefð Íslendinga má ekki deyja út.“ Kvæði Sigurðar ríma öll og eru flest stuðluð. Hann fer líka um víðan völl um heim ljóðsins og semur til dæmis ferskeytlur, limrur og vikivaka. Siggi tekur sjálfan sig ekki hátíðlega og segir að fólk ætti að hafa gaman af ljóðunum. Þrátt fyrir það eru þau samin á erfiðum stundum. „Ég held að skáldagyðjan komi þegar ég er hrjáður eða lítill í mér. Til dæmis á löngum næturvöktum í álverinu,“ segir hann. Ölið, bölið og þynnkan sem fylgdi fæst í Iðu, verslun Máls og menningar á Laugavegi og í bókverkabúðinni Útúrdúr í Nýlistasafninu.- afb
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning