Lífið

Rappari hitti Dalai Lama

Tónlistarmaðurinn Adam Yauch ferðaðist til Indlands í von um skjótari bata.
Tónlistarmaðurinn Adam Yauch ferðaðist til Indlands í von um skjótari bata.

Tónlistarmaðurinn Adam Yauch úr hljómsveitinni Beastie Boys tilkynnti fyrir nokkru að hann hefði greinst með krabbamein í kirtli. Hann er nú á batavegi og ferðaðist til Indlands og Tíbet í þeim tilgangi að kynna sér óhefðbundnar lækningar. Yauch átti meðal annars fund með trúarleiðtoga Tíbeta, Dalai Lama, og segir hann þá reynslu hafa styrkt sig mikið andlega.

„Ég tek inn lyf frá Tíbet og samkvæmt ráðleggingum læknis sem ég hitti þar neyti ég nú aðeins lífræns matar. Á meðan ég var á Indlandi heimsótti ég nunnuklaustur þar sem ég var viðstaddur trúarlega athöfn sem á að flýta bata mínum. Nunnurnar sögðust ætla að biðja fyrir mér, sem var fallega gert,“ skrifaði Yauch á bloggi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.