Safnadagur á Suðurlandi 7. nóvember 2009 03:00 menning Í dag er þess minnst að 7. nóvember voru Jón Arason og synir hans tveir höggnir í Skálholti. Athöfnin hefst kl. 20.30. Matur og menning eru í fyrirrúmi á Suðurlandi þessa helgi þegar dyr opinberra staða, samkomuhúsa og safnhúsa eru upp á gátt. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin og leggur undir sig Suðurlandið allt frá Hornafirði til Hveragerðis. Og gnægtahorn er í boði, til munns, handa og hugar. Hátíðinni er ætlað að þjappa saman þeim dreifðu kröftum sem eru að starfi á þessu víðfeðma landsvæði. Hornfirðingar eru nú með í fyrsta sinn. Þorbergssetur á Hala verður opið báða dagana þar sem kynnt verður ný sýning um söguslóðir á Suðausturlandi. Á sunnudag er sýning á gripum Þórbergsseturs. Á Klaustri bjóða Kirkjubæjarstofa, Héraðsbókasafnið, Hótel Geirland, Kirkjuhvoll og Hótel Klaustur upp á mismunandi dagskrá, þing, söng og veislukost á villibráðarkvöldi. Fýlaveisla er líka í boði í kvöld á veitingastaðnum Strönd við Víkurskála. Í Þykkvabænum er opið í tveimur galleríum, Smákoti og Kofa við Háf, og þangað eru allir velkomnir. Meðfram veginum eru uppi ljósmyndir frá sögu þessa þúsund ára þorps. Í Sögusetrinu á Hvolsvelli verður í dag opnuð sýning á uppstoppuðum fuglum en í kvöld verða tónleikar á Hvoli. Handverkshúsið á Hellu verður opið um helgina og á Hótel Rangá er boðið upp á hátíðarmatseðil og bókasafnið á Hellu er opið. Í safninu á Skógum var í gær mikið þing um safnstarfið sem hefur staðið yfir í sextíu ár. Þar var rætt um framtíð safnsins. Í dag og á morgun er þar boðið upp á samfellda dagskrá, leiðsögn og sagnastund. Eyjamenn fagna safnadeginum með gestum og gangandi en þar er margt í boði, bæði í dag og á morgun: frumsýning á nýrri mynd Páls Steingrímssonar og opnun á stofu í byggðasafninu sem honum er helguð. Maggi Eiríks spilar í kvöld. Í bæjunum við ströndina, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn er boðið upp á heimsóknir: Draugasetrið, Hólmaröst, Vinnustofa Gussa, Svartiklettur og Veiðisafnið, Húsið og Gónhóll bjóða gesti velkomna. Listasafnið í Hveragerði, Bókasafnið og Náttúrulækningahælið opna um helgina með margvíslegu sýningarhaldi. Pakkhúsið í Árborg verður með kvikmyndasýningar og hin söfnin á Selfossi bjóða upp á sýningar og dagskrár. Opið er í Þingborg og Forsæti. Dagskrá þessa helgina vítt og breitt um Suðurland er óvenju fjölbreytt og kallar á straum gesta vestan að úr fjölmenninu austur, svo fjölbreytt að ekki dugar til stutt blaðagrein, en vefurinn www.sofnasudurlandi.is birtir alla dagskrána með hennar kostaboðum og sýnir að Sunnlendingar eru höfðingjar heim að sækja. pbb@frettabladid.is Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Enn með stútfulla eitla af iðnaðarsílíkoni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Enn með stútfulla eitla af iðnaðarsílíkoni Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Sjá meira
Matur og menning eru í fyrirrúmi á Suðurlandi þessa helgi þegar dyr opinberra staða, samkomuhúsa og safnhúsa eru upp á gátt. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin og leggur undir sig Suðurlandið allt frá Hornafirði til Hveragerðis. Og gnægtahorn er í boði, til munns, handa og hugar. Hátíðinni er ætlað að þjappa saman þeim dreifðu kröftum sem eru að starfi á þessu víðfeðma landsvæði. Hornfirðingar eru nú með í fyrsta sinn. Þorbergssetur á Hala verður opið báða dagana þar sem kynnt verður ný sýning um söguslóðir á Suðausturlandi. Á sunnudag er sýning á gripum Þórbergsseturs. Á Klaustri bjóða Kirkjubæjarstofa, Héraðsbókasafnið, Hótel Geirland, Kirkjuhvoll og Hótel Klaustur upp á mismunandi dagskrá, þing, söng og veislukost á villibráðarkvöldi. Fýlaveisla er líka í boði í kvöld á veitingastaðnum Strönd við Víkurskála. Í Þykkvabænum er opið í tveimur galleríum, Smákoti og Kofa við Háf, og þangað eru allir velkomnir. Meðfram veginum eru uppi ljósmyndir frá sögu þessa þúsund ára þorps. Í Sögusetrinu á Hvolsvelli verður í dag opnuð sýning á uppstoppuðum fuglum en í kvöld verða tónleikar á Hvoli. Handverkshúsið á Hellu verður opið um helgina og á Hótel Rangá er boðið upp á hátíðarmatseðil og bókasafnið á Hellu er opið. Í safninu á Skógum var í gær mikið þing um safnstarfið sem hefur staðið yfir í sextíu ár. Þar var rætt um framtíð safnsins. Í dag og á morgun er þar boðið upp á samfellda dagskrá, leiðsögn og sagnastund. Eyjamenn fagna safnadeginum með gestum og gangandi en þar er margt í boði, bæði í dag og á morgun: frumsýning á nýrri mynd Páls Steingrímssonar og opnun á stofu í byggðasafninu sem honum er helguð. Maggi Eiríks spilar í kvöld. Í bæjunum við ströndina, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn er boðið upp á heimsóknir: Draugasetrið, Hólmaröst, Vinnustofa Gussa, Svartiklettur og Veiðisafnið, Húsið og Gónhóll bjóða gesti velkomna. Listasafnið í Hveragerði, Bókasafnið og Náttúrulækningahælið opna um helgina með margvíslegu sýningarhaldi. Pakkhúsið í Árborg verður með kvikmyndasýningar og hin söfnin á Selfossi bjóða upp á sýningar og dagskrár. Opið er í Þingborg og Forsæti. Dagskrá þessa helgina vítt og breitt um Suðurland er óvenju fjölbreytt og kallar á straum gesta vestan að úr fjölmenninu austur, svo fjölbreytt að ekki dugar til stutt blaðagrein, en vefurinn www.sofnasudurlandi.is birtir alla dagskrána með hennar kostaboðum og sýnir að Sunnlendingar eru höfðingjar heim að sækja. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Enn með stútfulla eitla af iðnaðarsílíkoni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Enn með stútfulla eitla af iðnaðarsílíkoni Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Sjá meira