Nylonstúlkur gera samning við Hollywood Records 7. nóvember 2009 05:00 Nylon herjar á Bandaríkin Stelpurnar í Nylon hafa landað plötusamningi í Bandaríkjunum og virðast ætla að meika það. Þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir flytja til Los Angeles á næstu vikum og ætla að taka Englaborgina með trompi. „Við sungum án undirleiks fyrir forstjórann og allt í einu fylltist salurinn af starfsfólki fyrirtækisins. Eftir að við höfðum sungið kallaði forstjórinn okkur inn á skrifstofu til sín og bauð okkur samning á staðnum,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir söngkona. Steinunn og stallsystur hennar í stúlknasveitinni Nylon hafa landað útgáfusamningi við plötufyrirtækið Hollywood Records sem tilheyrir Disney-samsteypunni og hefur listamenn á borð við Miley Cyrus og Jonas Brothers á sínum snærum. Nylon-stúlkurnar flytja til Los Angeles á næstunni þar sem þær munu vinna að tónlist sinni. Samningurinn hljóðar upp á útgáfu á fjórum lögum en ljóst er að Hollywood Records ætlar þeim stóra hluti. Rúm tvö ár eru síðan Nylon kom síðast fram á tónleikum hér á landi. Síðan þá hafa stúlkurnar þrjár slitið tengslin við Einar Bárðarson, sem stofnaði sveitina, og unnið að því að koma sér á framfæri erlendis. Ævintýrið hófst fyrir alvöru í apríl í fyrra þegar Nylonstúlkurnar komust í kynni við Rip Pelley, sem unnið hefur í tónlistarbransanum vestra í fjörutíu ár. „Ólöf Valsdóttir sópransöngkona kom þessu öllu af stað. Hún hitti Rip í Los Angeles og lét hann hafa disk með lögunum okkar. Hann fær ábyggilega svona tuttugu diska á dag en ákvað greinilega að gefa íslensku stúlknapoppbandi séns því daginn eftir hringdi hann í Ölmu.“ Steinunn segir að Rip Pelley hafi reynst þeim mjög vel. „Þetta er maðurinn sem „breikaði“ Queen í Bandaríkjunum og hefur líka unnið með Eagles. Hann er hreint út sagt frábær.“ Í janúar á þessu ári fóru Nylonstúlkurnar fyrst út til LA. Þar tóku þær upp í hljóðveri, fóru á fundi og í myndatöku. Eftir heimsókn þeirra í janúar fór boltinn að rúlla og það var svo í júlí sem þær sungu fyrir forstjóra Hollywood Records og hann lofaði þeim samningi. Síðan þá hafa stúlkurnar unnið að nýjum lögum og beðið meðan gengið er frá landvistarleyfi fyrir þær og alls kyns skriffinnsku í kringum samninginn. Steinunn kannast ekki við það að Nylonstúlkur verði ríkar á því að gera plötusamning við Hollywood Records eins og fólk kynni að halda. „Samningar í dag eru því miður ekki upp á mikla peninga. Það er gömul klisja. Við erum bara ánægðar með þetta tækifæri. Þetta er skrimt, það er ekkert grín að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum. Við fórnum öllu fyrir þetta… en góðir hlutir krefjast fórna.“ hdm@frettabladid.is Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
„Við sungum án undirleiks fyrir forstjórann og allt í einu fylltist salurinn af starfsfólki fyrirtækisins. Eftir að við höfðum sungið kallaði forstjórinn okkur inn á skrifstofu til sín og bauð okkur samning á staðnum,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir söngkona. Steinunn og stallsystur hennar í stúlknasveitinni Nylon hafa landað útgáfusamningi við plötufyrirtækið Hollywood Records sem tilheyrir Disney-samsteypunni og hefur listamenn á borð við Miley Cyrus og Jonas Brothers á sínum snærum. Nylon-stúlkurnar flytja til Los Angeles á næstunni þar sem þær munu vinna að tónlist sinni. Samningurinn hljóðar upp á útgáfu á fjórum lögum en ljóst er að Hollywood Records ætlar þeim stóra hluti. Rúm tvö ár eru síðan Nylon kom síðast fram á tónleikum hér á landi. Síðan þá hafa stúlkurnar þrjár slitið tengslin við Einar Bárðarson, sem stofnaði sveitina, og unnið að því að koma sér á framfæri erlendis. Ævintýrið hófst fyrir alvöru í apríl í fyrra þegar Nylonstúlkurnar komust í kynni við Rip Pelley, sem unnið hefur í tónlistarbransanum vestra í fjörutíu ár. „Ólöf Valsdóttir sópransöngkona kom þessu öllu af stað. Hún hitti Rip í Los Angeles og lét hann hafa disk með lögunum okkar. Hann fær ábyggilega svona tuttugu diska á dag en ákvað greinilega að gefa íslensku stúlknapoppbandi séns því daginn eftir hringdi hann í Ölmu.“ Steinunn segir að Rip Pelley hafi reynst þeim mjög vel. „Þetta er maðurinn sem „breikaði“ Queen í Bandaríkjunum og hefur líka unnið með Eagles. Hann er hreint út sagt frábær.“ Í janúar á þessu ári fóru Nylonstúlkurnar fyrst út til LA. Þar tóku þær upp í hljóðveri, fóru á fundi og í myndatöku. Eftir heimsókn þeirra í janúar fór boltinn að rúlla og það var svo í júlí sem þær sungu fyrir forstjóra Hollywood Records og hann lofaði þeim samningi. Síðan þá hafa stúlkurnar unnið að nýjum lögum og beðið meðan gengið er frá landvistarleyfi fyrir þær og alls kyns skriffinnsku í kringum samninginn. Steinunn kannast ekki við það að Nylonstúlkur verði ríkar á því að gera plötusamning við Hollywood Records eins og fólk kynni að halda. „Samningar í dag eru því miður ekki upp á mikla peninga. Það er gömul klisja. Við erum bara ánægðar með þetta tækifæri. Þetta er skrimt, það er ekkert grín að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum. Við fórnum öllu fyrir þetta… en góðir hlutir krefjast fórna.“ hdm@frettabladid.is
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira