Nylonstúlkur gera samning við Hollywood Records 7. nóvember 2009 05:00 Nylon herjar á Bandaríkin Stelpurnar í Nylon hafa landað plötusamningi í Bandaríkjunum og virðast ætla að meika það. Þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir flytja til Los Angeles á næstu vikum og ætla að taka Englaborgina með trompi. „Við sungum án undirleiks fyrir forstjórann og allt í einu fylltist salurinn af starfsfólki fyrirtækisins. Eftir að við höfðum sungið kallaði forstjórinn okkur inn á skrifstofu til sín og bauð okkur samning á staðnum,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir söngkona. Steinunn og stallsystur hennar í stúlknasveitinni Nylon hafa landað útgáfusamningi við plötufyrirtækið Hollywood Records sem tilheyrir Disney-samsteypunni og hefur listamenn á borð við Miley Cyrus og Jonas Brothers á sínum snærum. Nylon-stúlkurnar flytja til Los Angeles á næstunni þar sem þær munu vinna að tónlist sinni. Samningurinn hljóðar upp á útgáfu á fjórum lögum en ljóst er að Hollywood Records ætlar þeim stóra hluti. Rúm tvö ár eru síðan Nylon kom síðast fram á tónleikum hér á landi. Síðan þá hafa stúlkurnar þrjár slitið tengslin við Einar Bárðarson, sem stofnaði sveitina, og unnið að því að koma sér á framfæri erlendis. Ævintýrið hófst fyrir alvöru í apríl í fyrra þegar Nylonstúlkurnar komust í kynni við Rip Pelley, sem unnið hefur í tónlistarbransanum vestra í fjörutíu ár. „Ólöf Valsdóttir sópransöngkona kom þessu öllu af stað. Hún hitti Rip í Los Angeles og lét hann hafa disk með lögunum okkar. Hann fær ábyggilega svona tuttugu diska á dag en ákvað greinilega að gefa íslensku stúlknapoppbandi séns því daginn eftir hringdi hann í Ölmu.“ Steinunn segir að Rip Pelley hafi reynst þeim mjög vel. „Þetta er maðurinn sem „breikaði“ Queen í Bandaríkjunum og hefur líka unnið með Eagles. Hann er hreint út sagt frábær.“ Í janúar á þessu ári fóru Nylonstúlkurnar fyrst út til LA. Þar tóku þær upp í hljóðveri, fóru á fundi og í myndatöku. Eftir heimsókn þeirra í janúar fór boltinn að rúlla og það var svo í júlí sem þær sungu fyrir forstjóra Hollywood Records og hann lofaði þeim samningi. Síðan þá hafa stúlkurnar unnið að nýjum lögum og beðið meðan gengið er frá landvistarleyfi fyrir þær og alls kyns skriffinnsku í kringum samninginn. Steinunn kannast ekki við það að Nylonstúlkur verði ríkar á því að gera plötusamning við Hollywood Records eins og fólk kynni að halda. „Samningar í dag eru því miður ekki upp á mikla peninga. Það er gömul klisja. Við erum bara ánægðar með þetta tækifæri. Þetta er skrimt, það er ekkert grín að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum. Við fórnum öllu fyrir þetta… en góðir hlutir krefjast fórna.“ hdm@frettabladid.is Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Við sungum án undirleiks fyrir forstjórann og allt í einu fylltist salurinn af starfsfólki fyrirtækisins. Eftir að við höfðum sungið kallaði forstjórinn okkur inn á skrifstofu til sín og bauð okkur samning á staðnum,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir söngkona. Steinunn og stallsystur hennar í stúlknasveitinni Nylon hafa landað útgáfusamningi við plötufyrirtækið Hollywood Records sem tilheyrir Disney-samsteypunni og hefur listamenn á borð við Miley Cyrus og Jonas Brothers á sínum snærum. Nylon-stúlkurnar flytja til Los Angeles á næstunni þar sem þær munu vinna að tónlist sinni. Samningurinn hljóðar upp á útgáfu á fjórum lögum en ljóst er að Hollywood Records ætlar þeim stóra hluti. Rúm tvö ár eru síðan Nylon kom síðast fram á tónleikum hér á landi. Síðan þá hafa stúlkurnar þrjár slitið tengslin við Einar Bárðarson, sem stofnaði sveitina, og unnið að því að koma sér á framfæri erlendis. Ævintýrið hófst fyrir alvöru í apríl í fyrra þegar Nylonstúlkurnar komust í kynni við Rip Pelley, sem unnið hefur í tónlistarbransanum vestra í fjörutíu ár. „Ólöf Valsdóttir sópransöngkona kom þessu öllu af stað. Hún hitti Rip í Los Angeles og lét hann hafa disk með lögunum okkar. Hann fær ábyggilega svona tuttugu diska á dag en ákvað greinilega að gefa íslensku stúlknapoppbandi séns því daginn eftir hringdi hann í Ölmu.“ Steinunn segir að Rip Pelley hafi reynst þeim mjög vel. „Þetta er maðurinn sem „breikaði“ Queen í Bandaríkjunum og hefur líka unnið með Eagles. Hann er hreint út sagt frábær.“ Í janúar á þessu ári fóru Nylonstúlkurnar fyrst út til LA. Þar tóku þær upp í hljóðveri, fóru á fundi og í myndatöku. Eftir heimsókn þeirra í janúar fór boltinn að rúlla og það var svo í júlí sem þær sungu fyrir forstjóra Hollywood Records og hann lofaði þeim samningi. Síðan þá hafa stúlkurnar unnið að nýjum lögum og beðið meðan gengið er frá landvistarleyfi fyrir þær og alls kyns skriffinnsku í kringum samninginn. Steinunn kannast ekki við það að Nylonstúlkur verði ríkar á því að gera plötusamning við Hollywood Records eins og fólk kynni að halda. „Samningar í dag eru því miður ekki upp á mikla peninga. Það er gömul klisja. Við erum bara ánægðar með þetta tækifæri. Þetta er skrimt, það er ekkert grín að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum. Við fórnum öllu fyrir þetta… en góðir hlutir krefjast fórna.“ hdm@frettabladid.is
Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira