Innlent

Skiljið klósettsetuna eftir uppi

Sá fjöldi fullorðinna karlmanna sem á í erfiðleikum með að loka klósettsetunni virðist hafa unnið fullnaðarsigur. Ástæðan er velferð lítilla drengja.

Það hefur hingað til ekki þótt prýði á heimilum landsmanna að skilja klósettskálina eftir galopna og margar húsmæðurnar lengi barist fyrir því að heimilisfólk vendi sig á leggja niður klósettsetuna eftir að gengið örna sinna eða létt á þvagblöðrunni. Nú gæti orðið þar breyting á. Hópur breskra lækna ráðleggur fólki að skilja klósettsetuna eftir uppi. Ástæðan er þungar setur og hringir sem geta skollið niður og skaðað kynfæri ungra drenga sem eiga sér einskis ills von.

Í bresku læknatímariti var nýverið vísað til fjögurra dæma þar sem drengir á aldrinum tveggja til fjögurra ára sem hafa slasast alvarlega eftir að hafa fengið á sig þungar klósettsetur. Bresku læknarnir ráðleggja foreldrum ungra drengja að fjarlægja þungar klósettsetur og íhuga kaup á setum með stoppara sem svífa ljúflega niður. Það gerir Herdís Storgaard einnig, hjá Forvarnarhúsi Sjóvár - sem segir íslenska drengi einnig hafa slasast af hinum viðsjárverðu klósettsetum - því skellurinn er mikill.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×