Enski boltinn

Vidic hyggst fagna með því að fá sér fisk og franskar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nemanja Vidic.
Nemanja Vidic. Nordid Photos/Getty Images

Serbinn sterki hjá Man. Utd, Nemanja Vidic, segir það ekki hafa verið auðvelt að aðlagast lífinu í Manchester. Hann sé þó búinn að koma sér vel fyrir og kann vel að meta hefðir og venjur Englendinga.

„Maður verður að prófa allt og venjast hefðum í nýju landi. Ef fólk færi til Serbíu þá myndi ég ekki vilja að það færi á ítalskan veitingastað til að prófa serbneskan mat. Þegar vinir mínir koma í heimsókn frá Serbíu þá vilja þeir fara á pöbbinn því það er hefð fyrir því hér. Sama er með fiskinn og franskarnar," sagði Vidic.

„Ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög gott að fá mér fisk og franskar. Að sjálfsögðu get ég samt ekki borðað mikið af því enda þarf ég að vera í formi," sagði Serbinn brosandi.

Hann er af mörgum talinn líklegastur til þess að vera valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að það yrði afar ánægjulegt enda hafi hann aldrei verið valinn bestur áður.

„Það eru venjulega þeir sem skora sem fá þessi verðlaun. Ég yrði stoltur ef ég myndi vinna. Aðalmálið er samt að vinna titla með Man. Utd. Ég trúi því að við munum vinna og þá ég mun líklega fagna með því að fá mér fisk og franskar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×