Fótbolti

Belgar reka Vandereycken

AFP

Belgíska knattspyrnusambandið hefur sagt upp samningi við landsliðsþjálfarann Rene Vandereycken eftir lélegt gengi liðsins í síðustu tveimur leikjum.

Belgar byrjuðu vel í fimmta riðli og fengu sjö stigu úr fyrstu fjórum leikjum sínum, þar sem þeir spiluðu m.a. við Evrópumeistara Spánverja og Tyrki.

Draumur Belga um að komast á HM er hinsvegar nánast úti eftir tvö töp í röð gegn Bosníu.

Þeir Guus Hiddink, Dick Advocaat, Ronaldo Koeman og Marc Wilmots hafa verið orðaðir við landsliðsþjálfarastöðuna í belgískum fjölmiðlum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×