Innlent

Bera slasaðan vélsleðamann um kílómetra leið

Mynd úr safni
Mynd úr safni Mynd/Vilhelm

Björgunarsveitir eru á leið að sækja slasaðan vélsleðamann á Búðardalsheiði. Sá slasaði er við vatnaskil Áreyjardals og Brúardals og þarf að bera hann um kílómetra leið niður að sjúkrabíl. Maðurinn er ekki talinn mikið slasaður en aðstæður eru erfiðar; brattar skriður og laus möl og talið er að einhvern tíma taki að koma honum til byggða að því er kemur fram í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×