Innlent

Haldið sofandi og í lífshættu

Líðan mannsins sem lenti í flugslysi í síðustu viku er óbreytt. Honum er enn haldið sofandi í öndunarvél og hann er enn talinn í lífshættu. „Við tökum hænufet áfram, en líðan er óbreytt," segir Stefán Hjálmarsson, læknir hjá Landspítalanum.

Flugslysið átti sér stað þegar flogið var á símalínu við Selá rétt við Vopnafjörð á fimmtudaginn í síðustu viku. Tveir menn voru í lítilli Cessnu-vél og lést annar þeirra. Sá sem lifði, og er haldið sofandi í öndunarvél, er á miðjum fimmtugsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×