Innlent

Mikið að gera hjá Landhelgisgæslunni - þyrla sækir mann

Mynd/Daníel Rúnarsson
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur haft í nógu að snúast í dag. Klukkan rúmlega þrjú barst beiðni í gegnum Neyðarlínuna um aðstoð þyrlu við að sækja mann í Landmannalaugar sem féll ofaní gil. Að sögn félaga mannsins var vonlaust að komast að staðnum og nálægar Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar voru kallaðar út.

Þyrluvakt Landhelgisgæslunnar vinnur þessa stundina að björgun á slysstað en björgunarsveitir voru komnar að manninum og höfðu flutt manninn á stað sem auðvelt var að nálgast á þyrlunni.



Torkennilegur hlutur í fjörunni á Langanesi


Lögreglan á Þórshöfn hafið samband við stjórnstöð Langhelgisgæslunnar þar sem í fjörunni á Langanesi fannst torkennilegt dufl. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar fékk sendar myndir frá Þórshöfn og gat þanni greint hlutinn sem fannst í fjörunni en um var að ræða ,,mann fyrir borð" bauju, að fram kemur í tilkynningu.

Staðinn að meintum ólöglegum veiðum

Varðskip Landhelgisgæslunnar tók í dag línu- og handfærabátinn Ólaf HF 200 sem staðinn var að meintum ólöglegum veiðum í skyndilokunarsvæði norður af Vatnsleysuströnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×