Fjögur hundruð milljónum varið í Óskarsherferð 19. nóvember 2009 06:15 Aðstandendur kvikmyndarinnar Brothers hafa tröllatrú á henni og hafa hleypt af stokkunum sérstakri Óskars-herferð. <B>Sigurjón Sighvatsson</B> er einn framleiðenda myndarinnar en með helstu hlutverk fara þau <B>Natalie Portman</B>, <B>Jake Gyllenhaal</B> og Tobey Maguire. U2 semur síðan titillag myndarinnar. „Þetta kostar aukapening en við höfum fengið það góð og jákvæð viðbrögð við myndinni að við töldum raunhæft að herja sérstaklega á þennan hóp,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood. Kvikmyndin Brothers, sem Sigurjón framleiðir, fer í svokallaða Óskarsverðlauna-herferð. Það þýðir að hún verður markaðssett sérstaklega fyrir þá sem hafa atkvæðisrétt á Óskarsverðlaununum, svokallaða Akademíu, og annað áhrifamikið fólk innan kvikmyndabransans. Greinar og viðtöl verða birt í fagtímaritum um myndina og forsýningar haldnar þar sem þessum hópi verður boðið sérstaklega. Að sögn Sigurjóns kostar herferð á borð við þessa þrjár milljónir dollara, eða tæplega fjögur hundruð milljónir íslenskra króna. „Við verðum því með tvær herferðir í gangi, annars vegar fyrir almenning og hins vegar fyrir þennan faghóp. Markaðsherferðin í heild sinni mun því ekki kosta undir 23 milljónum dollara,“ útskýrir Sigurjón en það gerir litla þrjá milljarða íslenskra króna. Sigurjón segir óvanalegt að jafn alvarlegri mynd og Brothers sé dreift í almenn kvikmyndahús en myndin verður frumsýnd í átján hundruð bíósölum víðs vegar um Ameríku í byrjun desember. „Við erum auðvitað að taka áhættu með þessu, venjulega er bara takmarkaður hópur sem vill sjá svona myndir.“ Sigurjón útskýrir að auglýsingaherferðin einblíni nú aðallega á þann ástarþríhyrning sem sé fyrirferðarmikill í myndinni en minna á stríðið í Afganistan en það hefur þó mikil áhrif á líf aðalpersónanna. Með helstu hlutverk fara þau Natalie Portman, Jake Gyllenhaal og Tobey Maguire en leikstjóri er Jim Sheridan. U2 semur síðan sérstakt titillag myndarinnar. Sigurjón segir að ef allt gangi að óskum og herferðin heppnist vel geti þau ef til vill uppskorið fimm til sex tilnefningar. Slík uppskera krefjist þess hins vegar að lukkudísirnar séu á þeirra bandi. „Það er margt sem vinnur með okkur, umræðan um stríðið í Afganistan, þrír ungir leikarar sem njóta mikillar hylli og svo leikstjóri sem hefur verið tilnefndur sex sinnum til þessara verðlauna en aldrei fengið. Ég er þó búinn að vera nógu lengi í þessum kvikmyndabransa til að vita að það getur brugðið til beggja vona.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
„Þetta kostar aukapening en við höfum fengið það góð og jákvæð viðbrögð við myndinni að við töldum raunhæft að herja sérstaklega á þennan hóp,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood. Kvikmyndin Brothers, sem Sigurjón framleiðir, fer í svokallaða Óskarsverðlauna-herferð. Það þýðir að hún verður markaðssett sérstaklega fyrir þá sem hafa atkvæðisrétt á Óskarsverðlaununum, svokallaða Akademíu, og annað áhrifamikið fólk innan kvikmyndabransans. Greinar og viðtöl verða birt í fagtímaritum um myndina og forsýningar haldnar þar sem þessum hópi verður boðið sérstaklega. Að sögn Sigurjóns kostar herferð á borð við þessa þrjár milljónir dollara, eða tæplega fjögur hundruð milljónir íslenskra króna. „Við verðum því með tvær herferðir í gangi, annars vegar fyrir almenning og hins vegar fyrir þennan faghóp. Markaðsherferðin í heild sinni mun því ekki kosta undir 23 milljónum dollara,“ útskýrir Sigurjón en það gerir litla þrjá milljarða íslenskra króna. Sigurjón segir óvanalegt að jafn alvarlegri mynd og Brothers sé dreift í almenn kvikmyndahús en myndin verður frumsýnd í átján hundruð bíósölum víðs vegar um Ameríku í byrjun desember. „Við erum auðvitað að taka áhættu með þessu, venjulega er bara takmarkaður hópur sem vill sjá svona myndir.“ Sigurjón útskýrir að auglýsingaherferðin einblíni nú aðallega á þann ástarþríhyrning sem sé fyrirferðarmikill í myndinni en minna á stríðið í Afganistan en það hefur þó mikil áhrif á líf aðalpersónanna. Með helstu hlutverk fara þau Natalie Portman, Jake Gyllenhaal og Tobey Maguire en leikstjóri er Jim Sheridan. U2 semur síðan sérstakt titillag myndarinnar. Sigurjón segir að ef allt gangi að óskum og herferðin heppnist vel geti þau ef til vill uppskorið fimm til sex tilnefningar. Slík uppskera krefjist þess hins vegar að lukkudísirnar séu á þeirra bandi. „Það er margt sem vinnur með okkur, umræðan um stríðið í Afganistan, þrír ungir leikarar sem njóta mikillar hylli og svo leikstjóri sem hefur verið tilnefndur sex sinnum til þessara verðlauna en aldrei fengið. Ég er þó búinn að vera nógu lengi í þessum kvikmyndabransa til að vita að það getur brugðið til beggja vona.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira