Erlent

Tíu látnir eftir sprengingu í Baghdad

Hermenn í Írak.
Hermenn í Írak.

Tíu létust í Baghdad og 25 eru slasaðir eftir að sprengja sprakk á markaði í miðborginni í morgun. Tilræðið kemur á slæmum tíma fyrir stjórnvöld í landinu því aðeins eru fjórir dagar þangað til allir bandarískir hermenn munu hverfa úr borgum og bæjum í landinu og halda sig í herstöðvum þess í stað. Á miðvikudaginn létust 70 í sprengjuárás í Sadr-hverfinu svokallaða í borginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×