Lífið

Var giftur tveimur konum

Katie og Peter þegar allt lék í lyndi.
Katie og Peter þegar allt lék í lyndi.

Barmgóða glamúrgellan Jordan sagði í gær að henni hefði liðið eins og eiginmaðurinn Peter Andre hefði verið „giftur tveimur konum" á meðan á sambandi þeirra stóð. Líkt og margir hafa áttað sig á eru skötuhjúin nú skilin.

Jordan sagði í annað sinn á stuttum tíma að henni hefðu fundist eins og Peter hefði átt í sambandi við fyrrum umboðsmann sinn, Claire Powell.

Jordan, sem heitir í raun Katie Price, sagði: „Vandamálið er að, áður, þá var eins og ég væri gift tveimur persónum, Peter og síðan umboðsskrifstofu okkar. Og það var eins og Peter væri giftur tveimur konum, Claire og mér."

Hún sagði einnig við Now magazine að ef hún þyrfti að skella skuldinni varðandi sambandsslitin á einhvern, væri það Claire.

En Claire, sem hefur látið Katie róa, eftir meðferð hennar á Pete, segir þetta algjört rugl. Hún segist ætla að ræða við lögfræðinga sína vegna ummælanna.

Claire sem hefur verið trúlofuð viðskiptafélaga sínum Neville Hendricks í tvö og hálft ár, segist ekki vera rétta manneskjan til þess að benda á vegna skilnaðarins.

Fjölskylduvinur segir við The Sun í dag: „Claire breytti Katie úr ódýru módeli á brjóstunum yfir í milljóna punda vörumerki, og þetta eru þakkirnar."

Hlutirnir virðast ekki vera að ganga upp hjá Katie þessa dagana því nýjasti kærasti hennar, Alex Reid, er sagður við það að slíta sambandinu. Hann mun vera bandbrjálaður eftir lýsingar Katie á villtu kynlífi þeirra í sjónvarpsþætti á dögunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.