Ekki fyrir lofthrædda leikara 10. október 2009 06:00 Einstök leikmynd Börkur hefur hannað þriggja hæða hús en gólfið er vírnet sem leikararnir ganga á. Draumur ljósamannsins, segir Börkur, en hálfgerð martröð fyrir lofthrædda leikara. Börkur Jónsson hefur hannað sérstaka leikmynd fyrir verkið Fjölskylduna í Borgarleikhúsinu. Leikmyndin er þriggja hæða hús og segir Börkur þetta sitt stærsta verk til þessa. „Það er alltaf gaman að fá svona verkefni,“ segir Börkur Jónsson leikmyndahönnuður, sem hannar leikmyndina fyrir verkið Fjölskylduna sem Hilmir Snær Guðnason leikstýrir og verður eitt af flaggskipum Borgarleikhússins í ár. Leikmyndin er einstök að því leytinu að þriggja hæða hús er nú risið á stóra sviði Borgarleikhússins og leikararnir ganga um á vírnetsgólfi. Börkur segir að eitthvað hafi þurft að vinna í lofthræðslu sumra leikaranna en vill ekki gefa upp nöfn þeirra sem voru eitthvað smeykir við hæðina. „Það eru ekkert allir jafn öruggir með þetta, en þetta er allt að koma.“ Börkur útskýrir að inn í verkið sé skrifað ættaróðal, hálfgert fjölskyldusetur, en verkið gerist að mestu leyti þar inni. Húsið er opið og hálfgerð beinagrind. „Allir leikarar sem koma inn í húsið eru því í sýningunni allan þann tíma og eru að leika þótt þeir séu kannski ekki í sviðsljósinu. Við getum því fylgst með ferðalagi þeirra um húsið,“ útskýrir Börkur og bætir því við að þótt leikmyndin sé kannski martröð fyrir lofthrædda leikara sé hún draumur fyrir ljósamenn. „Yfirleitt eru þeir að berjast við veggi og þök en það eru hins vegar engir slíkir á þessu húsi,“ útskýrir Börkur en húsið teygir sig yfir allt sviðsopið. Leikmyndahönnuðurinn segir miklar pælingar liggja að baki þessari leikmynd, eins og reyndar flestöllum leikmyndum, og verður eilítið hugsi þegar hann er spurður hvort þetta sé hans stærsta verk hingað til. „Leikmyndin við Woyzeck var nokkuð stór en hún gerðist öll í stóru rými þannig að já, þetta er sennilega mín stærsta leikmynd, þar sem leikarar leika beinlínis í loftinu líka,“ segir Börkur. Hann segir leikarana hafa tekið leikmyndinni vel þótt hún sé nokkuð krefjandi. „Íslenskir leikarar eru alveg sérlega góðir í að laga sig að aðstæðum, þeir eru ekkert að kvarta. En auðvitað útheimtir sýningin líkamlegt úthald og rýmistilfinningu og fólk þarf að vera vel einbeitt í byrjun meðan það er að venjast leikmyndinni. Þetta kemur samt allt bara með kalda vatninu og æfingunum.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira
Börkur Jónsson hefur hannað sérstaka leikmynd fyrir verkið Fjölskylduna í Borgarleikhúsinu. Leikmyndin er þriggja hæða hús og segir Börkur þetta sitt stærsta verk til þessa. „Það er alltaf gaman að fá svona verkefni,“ segir Börkur Jónsson leikmyndahönnuður, sem hannar leikmyndina fyrir verkið Fjölskylduna sem Hilmir Snær Guðnason leikstýrir og verður eitt af flaggskipum Borgarleikhússins í ár. Leikmyndin er einstök að því leytinu að þriggja hæða hús er nú risið á stóra sviði Borgarleikhússins og leikararnir ganga um á vírnetsgólfi. Börkur segir að eitthvað hafi þurft að vinna í lofthræðslu sumra leikaranna en vill ekki gefa upp nöfn þeirra sem voru eitthvað smeykir við hæðina. „Það eru ekkert allir jafn öruggir með þetta, en þetta er allt að koma.“ Börkur útskýrir að inn í verkið sé skrifað ættaróðal, hálfgert fjölskyldusetur, en verkið gerist að mestu leyti þar inni. Húsið er opið og hálfgerð beinagrind. „Allir leikarar sem koma inn í húsið eru því í sýningunni allan þann tíma og eru að leika þótt þeir séu kannski ekki í sviðsljósinu. Við getum því fylgst með ferðalagi þeirra um húsið,“ útskýrir Börkur og bætir því við að þótt leikmyndin sé kannski martröð fyrir lofthrædda leikara sé hún draumur fyrir ljósamenn. „Yfirleitt eru þeir að berjast við veggi og þök en það eru hins vegar engir slíkir á þessu húsi,“ útskýrir Börkur en húsið teygir sig yfir allt sviðsopið. Leikmyndahönnuðurinn segir miklar pælingar liggja að baki þessari leikmynd, eins og reyndar flestöllum leikmyndum, og verður eilítið hugsi þegar hann er spurður hvort þetta sé hans stærsta verk hingað til. „Leikmyndin við Woyzeck var nokkuð stór en hún gerðist öll í stóru rými þannig að já, þetta er sennilega mín stærsta leikmynd, þar sem leikarar leika beinlínis í loftinu líka,“ segir Börkur. Hann segir leikarana hafa tekið leikmyndinni vel þótt hún sé nokkuð krefjandi. „Íslenskir leikarar eru alveg sérlega góðir í að laga sig að aðstæðum, þeir eru ekkert að kvarta. En auðvitað útheimtir sýningin líkamlegt úthald og rýmistilfinningu og fólk þarf að vera vel einbeitt í byrjun meðan það er að venjast leikmyndinni. Þetta kemur samt allt bara með kalda vatninu og æfingunum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira