Erlent

Vilja að bresk stjórnvöld biðjist afsökunar á meðferð Turings

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Alan Turing.
Alan Turing. MYND/National Portrait Gallery

Tæplega 20.000 manns hafa skrifað undir áskorun á vefnum til breskra stjórnvalda þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni vegna meðferðar þeirra á stærðfræðingnum og dulmálssérfræðingnum Alan Turing. Turing var samkynhneigður og var árið 1952 látinn gangast undir lyfjagjöf til að draga úr kynhvöt en samkynhneigð var bönnuð með breskum lögum á þeim tíma. Hann fyrirfór sér tveimur árum síðar. Turing smíðaði dulmálsvélina Bombe í síðari heimsstyrjöldinni en hún gat leyst úr dulmáli Enigma-vélarinnar þýsku sem löngum var Bandamönnum þyrnir í augum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×